...
Stilla

Stilla – hæglátt leikskólastarf

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hæglátt leikskólastarf og dýpka þannig þekkingu og skilning á upplifun barna á tíma í leikskólum. Stuðst verður við aðferðir starfendarannsókna og uppeldisfræðilegar skráningar til að skrá ferlið. Tilgangur þess er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á námi barna og þeim tíma sem börn þurfa til að kanna heiminn og prófa hugmyndir sínar í daglegu starfi í leikskóla.

Um er að ræða þriggja ára verkefni sem unnið er með fjórum leikskólum og rannsakendum frá Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands og University of South-Eastern Norway. Samkvæmt Alison Clark (2023) felst hæglátt leikskólastarf í að kennarar gefi sér tíma og næði til að skoða rými og efnivið sem börn hafa til að kanna í leik sem og þau hugtök og aðferðir sem notaðar eru til að styðja við nám barna. Í slíku leikskólastarfi gefast tækifæri til að dýpka og þróa nám barna með því að „dvelja með“ og ígrunda með uppeldisfræðilegum skráningum. Tekið er mið af fjölbreyttum tungumálum barna og tími gefinn til að hlusta á hugmyndir þeirra og reynslu. Einnig er sett í forgang að ræða við og hlusta á samstarfsfólk og fjölskyldur. Gagnrýnin hugsun er mikilvæg og langtímasjónarmið í forgangi varðandi börn og nám þeirra.

Lögð er áhersla á „hér og nú“ og gætt að deginum í dag en litið til reynslu barna og þá þekkingu sem þau hafa öðlast en einnig hugað að framtíðinni. Svigrúm er gefið í að hlusta og vinna saman í leik. Tekið er tillit til hópsins jafnt sem einstaklinga yfir lengri tíma. Ferlið er í fyrirrúmi og farið er á dýptina í námi.

 

Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóð Háskóla Íslands og Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Rannsakendur
Anna Magnea Hreinsdóttir
Kristín Dýrfjörð
Alison Clark
Kari Carlsen
Tengiliður við fjölmiðla
Anna Magnea Hreinsdóttir
Samstarfsaðilar
Háskólinn á Akureyri
University of South-Eastern Norway
Aðalþing leikskóli
Iðavöllur leikskóli
Ugluklettur leikskóli
Rauðhóll leikskóli
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. september 2022
Til: 31. ágúst 2025
Styrktaraðilar


Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.