...

World of Words in Iceland / Orðaheimurinn á Íslandi

Mörg börn á Íslandi eru frá heimilum þar sem íslenska er ekki eina tungumálið sem talað er. Þessi börn geta átt í erfiðleikum með að tjá sig á íslensku í leikskólanum og jafnvel eftir að í grunnskóla er komið. Ástæður þessa geta verið skortur á góðum málfyrirmyndum sem tala íslensku í daglegu umhverfi barnanna. Ef börn eiga í erfiðleikum með íslensku í leikskóla getur það haft neikvæðar afleiðingar til lengri tíma litið einkum er varðar málfærni, læsi, nám, tilfinninga- og félagslega aðlögun, auk menntunarmöguleika í framtíðinni. Sem dæmi má nefna að helmingur allra nemenda sem eiga foreldra er ekki tala íslensku lýkur ekki framhaldsskólanámi.

Þessi rannsókn er klasaslembuð samanburðarrannsókn (cluster randomized controlled trial) þar sem kennaramiðuð íhlutun er í fyrirrúmi. Markmiðið er að auka færni leikskólabarna í íslensku máli með sérstakri áherslu á fjöltyngd börn. Sú íhlutunaraðferð sem rannsökuð verður er byggð á bandarísku kennsluefni, World of Words, er kallast Orðaheimurinn á íslensku. Kennsluefnið er vel rannsakað og gagnreynt á fjöltyngdum leikskólabörnum í heimalandinu en verður aðlagað að íslensku máli og menningarumhverfi.

Hér er aðgengileg efni um verkefnið sem hægt er að hlaða niður.

Þátttaka  á ráðstefnum: 

  • Crowe, K., Másdóttir, T., Einarsdóttir, J. T., Bergþórsdóttir, B. & Einarsdóttir, H. (2024, November). Teaching children a world of words. Paper presented at Early Childhood Voices Conference 2024 (ECV2024), Charles Sturt University, Australia.
  • Crowe, K., Einarsdóttir, H., Bergþórsdóttir, B., Másdóttir, T., & Einarsdóttir, J. T. (2024, September). You need to do more than translate it! Adapting evidence-based intervention programs to new contexts. Paper presented at the 12th Congress of European Speech and Language Therapy, Bruges, Belgium.
  • Bergþórsdóttir, B., Crowe, K., Guiberson, M., & Wright Karen, R. (2024, September). Áhrif Orðaheimsins á orðaforða eintyngdra og fjöltyngdra leikskólabarna á Íslandi: niðurstöður úr klasalembiraðaðri samanburðarrannsókn [The impact of Orðaheimurinn intervention on vocabulary and language skills of monolingual and multilingual Icelandic speaking pre-schoolers: Findings of a CRCT]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.
  • Crowe, K., Einarsdóttir, H., Bergþórsdóttir, B., Másdóttir, Þ., & Einarsdóttir, J. T. (2024, September). Aðlögun og prófun á gagnreyndri málíhlutun fyrir fjöltyngd leikskólabörn á Íslandi [Adapting, testing and optimising an evidence-based language intervention for multilingual children in Icelandic preschools]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.
  • Einarsdóttir, B., Crowe, K., Neuman, S., & Masso, S. (2024, September). Orðaheimurinn: Meðferðarheldni íhlutunar með sveigjanlega umgjörð, metin í íslenskum leikskólum [The fidelity of a soft-structured intervention: barriers and facilitators to achieving fidelity in the Icelandic preschool context]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.
  • Einarsdóttir, H., Crowe, K., Washington, K. N., & Neuman, S. (2024, September). Félagslegt réttmæti Orðaheimsins til stuðnings við íslenskan orðaforða fjöltyngdra barna: Sjónarhorn kennara og skólastjórnenda [The social validity of Orðaheimurinn for supporting multilingual children’s Icelandic vocabulary development: Perspectives from teachers and directors]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.
  • Magnúsdóttir, R. R., Crowe, K., Washington, K. N, & Koulidobrova, H. (2024, September). Málamunur eða málröskun? Menningarleg aðlögun skorunar á beygingar- og setningafræði undirprófum íslensks málþroskaprófs fyrir leikskólabörn sem tala íslensku og pólsku [Language difference or language disorder? Culturally adapted scoring an assessment of morphosyntax for preschoolers who speak Icelandic and Polish]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.
  • Ragnarsdóttir, A., Crowe, K., Guiberson, M., & Washington, K. N. (2024, September). Verklag leikskólakennara í samræðulestri: Forprófun á áhrifum markvissrar þjálfunar kennara í Orðaheiminum [Preschool teacher shared-reading behaviours: Effect of explicit training on teacher shared-reading behaviours compared to usual practice]. Paper presented at Menntakvika, Reykjavik, Iceland.

Orðaheimurinn á Íslandi / World of Words

Rannsakendur
Kathryn Margaret Crowe
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Þóra Másdóttir
Susan Neuman
Þóra Sæunn Úlfsdóttir
Þorlákur Karlsson
Samstarfsaðilar
The Center for Language Development and Literacy (CLDL) / Miðja Máls og Læsis (MML)
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2021
Til: 31. desember 2023
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.