...

Réttindi og þátttaka barna: Samstarfsverkefni í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Hafnarfjarðarbæjar

Markmið verkefnisins er að innleiða ákvæði Barnasáttmálans á markvissan hátt í starf leikskóla, yngsta stig grunnskóla og í frístundaheimili í Hafnarfirði með því að skapa vettvang til samtals og ígrundunar og koma þannig á lærdómssamfélagi jafningja. Markmiðið endurspeglar áherslu Hafnarfjarðar á að sérhvert barn í Hafnarfirði njóti öryggis og eigi kost á að þroska hæfileika sína (Hafnarfjörður, 2022). Í samræmi við heildarstefnu Hafnarfjarðar eru börn virkir þátttakendur í að móta umhverfi sitt og koma á umbótum í nærumhverfi sínu.

Börnum sem íbúum bæjarins er gert fært að koma sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og stuðla þannig að meiri sátt um mál og málefni. Í þessu verkefni er gengið út frá því að börn séu sérfræðingar í lífi sínu, geti myndað sér skoðanir á málefnum sem þau varða, látið þær í ljós og haft áhrif á daglegt líf sitt. Tilgangur verkefnisins er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á réttindum barna og auka þátttöku barna í daglegu skóla- og frístundastarfi. Ávinningur fyrir börnin er að starfshættir í skólum og frístundaheimilum taki mið af Barnasáttmálanum og að börnin fái tækifæri til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun.

Hagnýtt gildi verkefnisins felst í dæmum um starfshætti skóla og frístundaheimila sem endurspegla áherslur Barnasáttmálans. Fræðilegt gildi verkefnisins felst í að varpa ljósi á hvernig auka má þekkingu starfsfólks skóla og frístundaheimila, barnanna sem dvelja þar og fjölskyldu þeirra á réttindum barna.

Rannsakendur
Sara Margrét Ólafsdóttir
Anna Magnea Hreinsdóttir
Margrét S. Björnsdóttir
Tengiliður við fjölmiðla
Anna Magnea Hreinsdóttir
Samstarfsaðilar
RannUng
Hafnarfjarðarbær
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. maí 2023
Til: 31. desember 2025
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.