...

LIFE – Life Worth Living: Caring for our Educators and Principals

Markmið LIFE er að

auka vellíðan þeirra kennara og stjórnenda sem taka þátt með því að efla tilfinningu fyrir því að lifa merkingarbæru lífi. Allt of lengi hafa skólar, einkum kennarar og skólastjórnendur, þurft að bera þungann af hröðum breytingum á samfélagsháttum. Staðan var þessi fyrir Covid-19 heimsfaraldur en á meðan á honum stóð fór þetta ekki á milli mála, enda var skólum gert að umbreytast á einni nóttu á meðan ótti og óvissa ríktu í samfélaginu. Út um allan heim tóku kennarar áskoruninni og lærðu að tileinka sér nýja tækni til að tryggja nemendum tækifæri til náms. Um leið og þeir tókust á við eigin kvíða bjuggu þeir nemendum sínum yfirvegað námsumhverfi. Faraldurinn hefur nú fjarað út en álagið á kennara og skólastjórnendur einungis aukist sökum aukins kvíða meðal nemenda, þunglyndi og aukinnar fjarveru frá námi. Hvarvetna er horft til skóla og kennara með að hlúa að andlegri velferð nemenda. Á meðan ástand nemenda er alvarlegt, er sláandi skortur á stuðningi við velferð þeirra fullorðnu í skólum, þeirra sem hafa verið kölluð til aðstoðar. Orð bandaríska menntunarfræðingsins Bell Hooks, þar sem hún segir að „kennarar geta ekki stuðlað að heildrænni umbreytingu nemenda ef þeir eru ekki sjálfir heilir“ eru í þessu sambandi þörf áminning.

Þjálfun leiðbeinenda og handbók

Meginmarkmið verkefnisins er að þjálfa 10 leiðbeinendur (tvo frá hverju landi) tengslamiðaðri kennslufræði “Lífs sem er lífsins virði” nálguninni. Þjálfunin mun undirbúa leiðbeinendur til að skipuleggja og leiða tvær 2 daga vinnustofur fyrir kennara og skólastjóra á þeirra eigin tungumáli, og sameiginlega alþjóðlega vinnustofu þar sem þátttakendur í 5 löndum munu koma saman. Leiðbeinendur fá einnig þjálfun í að stýra vinnustofum í gegnum net. Leiðbeinendurnir munu í framhaldi af námskeiðinu gegna mikilvægu hlutverki í að halda áfram að byggja upp þessa nálgun í þjálfun kennara og skólastjórnenda og annarra leiðtoga með því að stækka LIFE-samfélög í sínum löndum. Þessi nálgun mun stuðla að aukinni vellíðan innan kennarastéttarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum í skólum og meðal nemenda í gegnum umbreytingar á menningu og kennslufræðilegri nálgun. Handbókin mun nýtast samstarfsaðilum í framtíð til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í Líf sem er lífsins virði (LIFE) nálguninni. LIFE námsvefurinn mun einnig nýtast til þeirrar þjálfunar.

Þrjár vinnustofur í eigin persónu

Vinnustofurnar miða að því að skapa kennurum og skólastjórnendum sem taka þátt, vettvang þar sem þeir geta komið saman, myndað námssamfélag þar sem allir upplifa öryggi og taka þátt á eigin forsendum í merkingarbærum hugleiðingum um eigið líf og störf. Meginmarkmið LIFE verkefnisins er að auka vellíðan kennara og skólastjór. Með því að hafa jákvæð áhrfi á þá einstaklinga sem taka þátt mun “Líf sem er lifsins virði” námskeiðið hafa keðjuverkandi áhrif á nemendur og annað starfsfólk og þannig stuðla að betri skólabrag og betra starfsumhverfi fyrir bæði starfsfólk og nemendur. Vinnustofurnar hafa nokkur markmið, þar á meðal að tryggja virka þátttöku allra, byggja upp sterkt námssamfélag þar sem allir upplifa traust og öryggi, að nýta stafræna tækni við námið og beita fjölbreyttum þátttökumiðuðum kennsluaðferðum, s.s. jafningjalestur, myndlæsi, þögul samtöl, rannsóknasamfélag. Þessu til viðbótar verður lögð áhersla á vinnustofum á að þjálfa færni í árangursríkum samskiptum og tengsl þvert á fjölbreyttan bakgrund, þjálfa samkennd, virka hlustun og menningarlega hæfni.

Stafrænn námsvefur

Stafræn nálgun LIFE verkefnisins felur í sér þróun á stafrænum námsvef og þróun á netnámsamfélagi. Tvær stafrænar námslotur verða þróaðar sem styðja við nám og tengslamyndun þátttakenda á milli staðbundinna námskeiða. Á LIFE námsvefnum geta þátttakendur nálgast allar upplýsingar um uppbyggingu námskeiðs og námskeiðslotur, nálgast allt námsefni (texta og æfingar), átt samræður við aðra þátttakendur og tekið þátt í vinnustofum á neti. Leiðbeinendur geta sömuleiðis nálgast á vefnum Handbók fyrir leiðbeinendur, kennsluleiðbeiningar, texta og ítarlega útfærð handrit fyrir hverja námslotu í hverju þátttöku. LIFE starfræni námsvettvangurinn mun sömuleiðsi nýtast vel til að halda áfram að þjálfa fleiri kennara og skólastjórnendur, sem og leiðtoga í öðrum starfsgreinum í LIFE nálguninni í öllum þátttökulöndunum.

 

In english:

Life Worth Living: Caring for our Educators and Principals (LIFE) is a personal development experience that is different from anything you have done before because it is rooted in the belief that there is no professional development without personal development. We invite you to join this journey.

During LIFE we invite you to become part of a cohort of teachers and principals who will be given a moment to pause, consider fundamental questions of life, to share and to listen with others, to gather your thoughts, so that you are empowered to know more clearly what matters in your life. Life Worth Living is a journey in which you will excavate/uncover and clarify the sense of meaning and purpose in your life through self-reflection, engagement and critical self-questioning.

There are seven partners in the LIFE project and the main goal is to train a total of 10 facilitators (two from each country) in the content, approach, and relational pedagogy of Life Worth Living. This comprehensive training will equip them to effectively plan and lead two in-country training retreats for teachers and principals in their respective languages, as well as the final international retreat. The facilitators will also play a crucial role in continuing capacity-building efforts for teachers and principals, and in expanding LIFE communities within their countries. This will contribute to enhancing well-being within the education profession and bringing about positive changes in schools and students through cultural and pedagogical transformations. Each partner organization will utilize a Facilitators’ Manual for future training sessions, which will be accessible on the LIFE project’s digital platform.

LIFE aims to increase the well-being of educators and principals by increasing their sense of meaning in life. For far too long the weight of changing societal needs has been on the shoulders of schools, specifically educators and school leaders. This was true before the COVID-19 pandemic and became glaringly obvious during the pandemic, when it was demanded of schools to transform themselves overnight amidst global fear and uncertainty. Educators rose to the challenge across the world as they learned new technologies and worked hard to manage their own anxieties and families while continuing to provide calm and stability for all of their students. Now as the pandemic continues to recede, the weight on educators has only increased. Faced with the aftermath of the effects of COVID-19, schools and educators are observing students with high levels of anxiety, depression and ongoing absenteeism. There are calls from all nations for schools and educators to care for the mental well-being of the students who are suffering. While the situation for students is serious, the lack of care and focus for the wellbeing of the adults in schools, who are called upon to support the students, is glaring. As bell hooks has argued, educators cannot facilitate holistic student transformation if they themselves are not whole.

 

Rannsakendur
Ólafur Páll Jónsson
Samstarfsaðilar
NORTH Consulting
The National Management School (NMS)
KMOP Education & Innovation Hub
Blue Room Innovation S.L. (BRI)
CENTRO PER LO SVILUPPO CREATIVO “DANILO DOLCI”
Djapo
University of Iceland
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2024
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.