...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

13 rannsóknir fundust í flokknum Háskóli Íslands.
jeswin-thomas-dfRrpfYD8Iw-unsplash
Birtingarmyndir stöðu starfsmenntunar á framhaldsskólastigi á Íslandi: Aðsókn í nám, innihald námsbrauta og rökstuðningur fyrir námsvali.
Flest ungmenni á framhaldsskólastigi á Íslandi velja bóknám til stúdentsprófs fram yfir starfsmenntun og ójöfn staða bóknáms og starfsnáms er gjarnan sögð skýringin. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka birtingarmyndir stöðu starfsnáms á framhaldsskólastigi á Íslandi, sérstaklega í samanburði við bóknám, í gegnum val ungmenna á námi.

01/11/2022
Mynd Staða leiklistakennarans
Staða leiklistarkennarans í grunnskólum á Íslandi. Að þróa sameiginlega sýn og skilning á því hvað átt er við með gæðum í menntun kennara
Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar að skoða starfsþróun þeirra leiklistarkennara sem hafa útskrifast sem leiklistarkennarar frá HÍ og hins vegar að fá betri innsýn í leiklistarkennslu á vettvangi. Það er mikilvægt að skoða þetta tvennt saman með uppbyggingu kennaramenntunar í huga.

08/09/2025
pexels-pixabay-163427
Heildarsýn og umbætur í kennaramenntun: Framþróun fyrir íslenskt menntakerfi
Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að kanna með heilstæðum hætti inntak grunnskólakennaranáms á Íslandi. Verkefnið veitir mikilvæga sýn á undirbúning kennara á landsvísu sem og mótar og prófar aðferðir í kennaramenntun sem tengja saman fræði og starf með árangursríkum hætti.

31/01/2024
31/12/2027
Isabrot_Featured
Ísabrot: Þverfagleg sjálfbærnimenntun í Listasafni Íslands
Í rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Ásthildi B. Jónsdóttur er skoðað hvernig verkefnið Ísabrot í Listasafni Íslands aðstoðar listkennara við menntun til sjálfbærni. Áherslurnar byggja á 1) hvernig söfn undirbúa skóla fyrir heimsóknir á safn, 2) hvernig söfnin setja fram þverfaglegar listasmiðjur sem byggja á listrænni nálgun á jöklum, bráðnun þeirra og loftslagbreytingum. 3) hvernig söfnin fylgja verkefnum eftir.

01/01/2024
kyle-glenn-nXt5HtLmlgE-unsplash
Migrant women and migration regimes as constitutive of gender-based violence: The case of Iceland
This study explores the shifting role of women in international migration, highlighting their increasing individual involvement and vulnerability in the labor market. It examines legal uncertainties, institutional racism, and migration policies, advocating for an intersectional approach to address gender, labor, and violence issues, with a focus on Iceland.

01/01/2024
31/12/2026
analuisa-gamboa-lNZ5gcIIZxo-unsplash
Fjöltyngdar nálganir í fjölbreyttum bekkjum
Markmið þessarar rannsóknar eru í fyrsta lagi að kanna fjöltyngdar nálganir sem íslenskir kennarar og kennarar af erlendum uppruna nota til að byggja á tungumálaforða fjöltyngdra nemenda og styðja þá í tungumálanámi, læsi og námi í mismunandi faggreinum. Í öðru lagi að skoða námsaðferðir fjöltyngdra nemenda, þar á meðal hvernig þeir nýta fyrri þekkingu sína og tungumálin  til náms.

31/01/2023
31/12/2025
Photo by Monstera Production: https://www.pexels.com/photo/crop-child-standing-in-studio-with-tray-with-assorted-fresh-vegetables-and-fruits-7352972/
Bragðlaukaþjálfun
Matvendni hjá börnum, sérstaklega þeim sem glíma við taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og raskanir á einhverfurófi, er nýtt og vaxandi rannsóknarefni sem krefst þverfaglegrar nálgunar. Bragðlaukaþjálfun er unnin upp úr hugðarefni Önnu Sigríðar Ólafsdóttur prófessors í næringarfræði og teymis hennar. Aðaláhersla í þessu verkefni er á fæðuval, matvendni og líðan, bæði hjá börnum og foreldrum

01/08/2018
Stilla
Stilla – hæglátt leikskólastarf
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hæglátt leikskólastarf og dýpka þannig þekkingu og skilning okkar á upplifun barna á tíma í leikskólum. Stuðst verður við aðferðir starfendarannsókna og uppeldisfræðilegar skráningar til að skrá ferlið. Tilgangur þess er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á námi barna og þeim tíma sem börn þurfa til að kanna heiminn og prófa hugmyndir sínar.

01/09/2022
31/08/2025
Ksenia Chernaya
Undirbúningstímar í leikskólum: Með hag barna að leiðarljósi
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á skipulag og framkvæmd undirbúningstíma leikskólakennara. Tilgangurinn var að skoða áhrif aukins undirbúningstíma á fagmennsku leikskólakennara og gæði leikskólastarfs.

01/01/2022
31/12/2024
Ásdís Jóelsdóttir
Orðasafn yfir textíl og fatagerð
Markmiðið með rannsókninni er íslenskt orðasafn yfir textíl og fatagerð sem er yfirgripsmikið fræðasvið. Í orðasafninu er hvert orð þýtt yfir á ensku og hverju orði fylgja orðskýringar á íslensku, einnig fylgja teikningar og myndir. Með orðasafninu er sýnt fram á flókið ferli fatagerðar frá hugmynd að fullvinnslu.

31/01/2022
31/08/2026
corona
Áhrif COVID-19 á menntakerfið
Vorið 2020 voru sendar út kannanir á skólastarfi, vinnuaðstæðum, námi og líðan á tímum aðgerða vegna COVID-19. Spurningalistar voru lagðir fyrir stjórnendur á öllum skólastigum og fyrir starfsfólk Háskóla Íslands.

01/03/2020
Skólaval
Skólaval til stúdentsprófs á Íslandi
Á síðustu áratugum hafa skólavalstefnur orðið fyrirferðamiklar þar sem árangur á afmörkuðu sviði ræður alfarið aðgengi nemenda að bóknámsbrautum í tilteknum skólum. Skoðað er hvernig frjálst „val“ nemenda, sem er eitt af lykilhugtökum ríkjandi menntastrauma, markast af námslegum, félagslegum og landfræðilegum þáttum og hvernig slíkt „val“ endurspeglar og á sinn þátt í að endurframleiða félagslegt stigveldi.

01/01/2017
31/12/2026
nylidar-i-grunnskolakennslu_Featured
Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn
Tvær rannsóknir gerðar á árunum 2017–2023 til að kanna hvernig nýbrautskráðum kennurum vegnaði í starfi og hvort og hvers konar áhrif kyn hefði. Raðviðtöl við nýbrautskráða kennslukarla og nýbrautskráða kvenkyns kennara, tekin á tveggja ára tímabili við hvern kennara. Rannsóknin er hagnýt við stefnumótun við móttöku nýliða.

01/07/2017
30/06/2023
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.