Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur ofbeldi gegn konum sé alþjóðlegt vandamál af slíkri stærðargráðu að um heimsfaraldur sé að ræða (WHO, n.d.). #metoo-byltingar í öllum heimshlutum hafa leitt til aukinar meðvitundar almennings um hversu útbreitt og alvarlegt kynbundið ofbeldi er og hversu alvarlegar afleiðingarnar geta verið. Rannsóknir hafa sýnt að góðar forvarnir eru einn af lykilþáttum til að draga úr því (Crooks o.fl., 2018). Markmið þessa verkefnis er að kanna birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í lífi 40 – 66 íslenskra ungmenna og upplifun þeirra af forvörnum gegn því í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Megináherslan er upplifun unglinga í 9. bekk grunnskóla til loka framhaldsskóla, þar sem skoðað verður hvort sú menntun sem þau fá sé til þess fallin að leiðbeina þeim á þeim sviðum sem þau telja nauðsynleg, taka á þeim málum sem þau upplifa og ná þeim markmiðum sem þeim finnst mikilvægust.
In English:
Youth perceptions of gender-based violence andprevention in Iceland
The World Health Organisation claims violence against women is a global problem of pandemic proportions (WHO, n.d.). Waves upon waves of metoo revolutions in all parts of the world have brought it into public awareness how widespread and grave gender based violence (GBV) is and how dire the consequenses can be. Research has shown that good GBV preventions are one of the key factors in reducing it (Crooks et al., 2018). The aim of this project is to examine the manifestations of gender based violence in the lives of 40 – 66 Icelandic youths, and their experience of GBV prevention in Icelandic primary and secondary schools. The main focus are the experiences of teenagers in the 9th grade of primary school until the end of secondary school. I will examine whether the education they receive is conducive to guiding them in the areas they deem necessary, addressing the issues they experience and achieving the goals they feel are most important.