...

Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi

Fólksflutningar til Íslands hafa aukist hratt undanfarin ár, þar með taldir eru hælisleitendur og flóttafólk. Markmið rannsóknarverkefnisins Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (ESRCI) eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi. Þátttakendur í ESRCI verkefninu eru flóttabörn og -ungmenni af ólíku kyni og foreldrar þeirra sem hafa fjölbreytta menntun og félags- og efnahagslega stöðu, í alls 40 fjölskyldum í ellefu sveitarfélögum á Íslandi, svo og kennarar, skólastjórar, og námsráðgjafar barnanna þar sem við á, í leik-, grunn- og framhaldsskólum, starfsfólk sveitarfélaga og sjálfboðaliðasamtök í nærsamfélögum þeirra. Með því að athuga aðgengi að og þátttöku flóttabarna og -ungmenna í fjölbreyttu námsumhverfi, þar með talið tómstundastarfi, svo og félagsleg tengsl þeirra, mun ESRCI verkefnið veita mikilvægar upplýsingar fyrir íslenskt og alþjóðlegt umhverfi um aðgengi og þátttöku og hvaða hindrunum flóttabörnin og -ungmennin mæta í námsumhverfi sínu. Megingildi ESRCI verkefnisins fyrir stefnumótandi aðila og fagfólk í íslensku menntakerfi er að veita innsýn í reynslu flóttabarna og –ungmenna af námi, svo og þær hindranir sem þau upplifa, þátttöku þeirra í menntun og félagslega vellíðan.

Ráðstefnan New Frontiers: Inter-disciplinary Research on Refugee Children and Youth. An International Conference verður haldin 31. okt – 1. nóv 2025. 

Verkefnið hlaut Öndvegisstyrk 2023

Rannsakendur
Hanna Ragnarsdóttir (PI)
Magnús Þorkell Bernharðsson
Samúel Lefever
Susan Rafik Hama
Eyrún María Rúnarsdóttir
Guðbjörg Ottósdóttir
Hermína Gunnþórsdóttir
Lara Wilhelmine Hoffmann
Hrafnhildur Kvaran
Muhammed Emin Kizilkaya
Zulaia Johnston da Cruz
Tímabil rannsóknar
Frá: 31. janúar 2023
Til: 31. desember 2025
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.