...

Kortlagning reynslu innflytjendakvenna af heimilis- og starfstengdu ofbeldi

IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna með því að nota blandaðar aðferðir. Gögnum var safnað með spurningakönnun á níu algengustu tungumálum sem innflytjendakonur nota á Íslandi. Að auki voru tekin 35 viðtöl við konur og 20 viðtöl við hagsmunaaðila, svo sem starfsmenn þjónustu- og ríkisstofnana. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þó að upplifun innflytjendakvenna sé svipuð og reynsla íslenskra kvenna, þá sé marktækur munur þar á. Innflytjendakonur eru líklegri til að verða fyrir stofnana- og kerfisbundnu ofbeldi vegna jaðarstöðu þeirra sem innflytjendur á Íslandi. Þó að stofnanir og þjónustuaðilar stefni að því að veita nægjanlega og viðeigandi aðstoð, eru ákveðin samtök enn ómeðvituð um afleiðingar þess hvernig menningarlegur misskilningur og skortur á dýpri skilningi á fordómum hefur áhrif á hvernig, hvenær og á hvaða hátt innflytjendakonur leita sér aðstoðar. Niðurstöður þessa verkefnis verða notaðar til að þróa verkfæri og námsefni fyrir þjónustuaðila til að bæta þjónustu við innflytjendakonur. Gögnin verða kynnt í nokkrum fræðitímaritum sem og í bók um ofbeldi á íslensku og ensku. Útdrættir verða gerðir á helstu tungumálum sem innflytjendur nota á Íslandi. Verkefnið leiddi af sér áframhaldandi doktorsverkefni um áhrif atvinnubundins ofbeldis sem innflytjendakonur upplifa innan háskólasamfélagsins.

 

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.