Rannsóknin er unnin með stuðningi Norrænu Ráðherranefndarinnar og Norræna Velferðarráðsins undir stjórn Ragnýjar Þóru Guðjohnsen og Evu Harðardóttur frá Háskóla Íslands. Markmiðið er að kortleggja nýja þekkingu um stöðu nemendaráða í grunnskólum bæði nú og á meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð. Rannsóknin er mikilvægur þáttur í víðtækara verkefni Norræna Velferðarráðsins um rétt barna og ungmenna til að láta í sér heyra í skóla og frístundum dagsdaglega og á meðan á Covid-19 stóð.
Rannsóknin mun kanna möguleika nemenda á öllum Norðurlöndunum til þátttöku í nemendaráðum í grunnskólum með rafrænni gagnasöfnun auk þess sem lögð verður áhersla á að kortleggja þær stefnur og strauma sem styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks innan menntastofnanna á Norðurlöndunum. Þá verður einnig fjallað sérstaklega um skóla og frístundastarf þar sem starfshættir stuðla sérstaklega að þátttöku allra nemenda með áherslu á jafnrétti og inngildingu. Niðurstöðurnar munu gagnast við gerð stefnu og starfs auk þess að undirbyggja frekari rannsóknir á gildi nemendaráða og lýðræðislegri þátttöku ungs fólks á Norðurlöndunum. Niðurstöður verða kynntar opinberlega í júní 2025.
Information in English:
Student Councils and Youth Participation in the Nordic Countries
The study is supported by the Nordic Council of Ministers and the Nordic Council of Welfare, led by researchers Ragný Þóra Guðjohnsen and Eva Harðardóttir from the University of Iceland. The aim is to map new knowledge about the status of student councils in primary schools both now and during the Covid-19 pandemic. The study is an important part of the Nordic Council of Welfare’s broader project on the right of children and young people to have their say in school and leisure time now and during Covid-19.
The study will collect comparative data on the possibilities for students in all Nordic countries to participate in student councils in primary schools. It will also focus on mapping the policies and trends that support the democratic participation of young people within educational institutions in the Nordic countries. Finally, there will be a special focus on schools and after-school activities, where promising practices are understood to promote the participation of all students with an emphasis on equality and inclusion. The results will be used as part of policymaking and put to practical use within schools, as well as underpinning further research into the value of student councils and democratic participation of young people in the Nordic countries. The results will be presented publicly in June 2025.