...
MAPS

„Margbreytileiki og menningarmunur – Kennslufræðilegar lausnir: Skóli án aðgreiningar í finnskum, íslenskum og hollenskum grunnskólum“  (MAPS)

„Margbreytileiki og menningarmunur – Kennslufræðilegar lausnir: Skóli án aðgreiningar í finnskum, íslenskum og hollenskum grunnskólum“ (e. Mixed classes And Pedagogical Solutions (MAPS): Inclusive education in diverse environments of FinlandIceland and the Netherlands). 

MAPS rannsóknin er þriggja ára samanburðarrannsókn á skólastarfi í Reykjavík, Helsinki og Amsterdam og er fjármögnuð af NordForsk. Í borgarsamfélögum hefur menningarleg aðgreining í gegnum val á búsetu og skóla mikil áhrif á skólastarf og félagslíf barna og ungmenna. Slík aðgreining hefur aukist hin síðustu ár, m.a. í höfuðborgum Finnlands, Íslands og Holllands. Markmið rannsóknarverkefnisins Margbreytileiki og menningarmunur – Kennslufræðilegar lausnir er að bera saman stefnur og aðgerðir sem móta landslag menningaraðgreiningar milli og innan skóla sem og þær sem ýta undir fulla þátttöku nemenda í skólastarfinu (inclusive practice). Sjónarhornið er fyrst og fremst á yngra stig grunnskólans.

Skólastarf í Helsinki, Reykjavik og Amsterdam er borið saman og ráðgert að nálgast viðfangsefnið í gegnum samtvinnun mismunarbreyta (e. intersectionality), s.s. stétt, uppruna, þjóðerni, kynferði og sértækar menntunarþarfir. Rannsóknin mun byggja undir þekkingu á félagslegu réttlæti í menntun, á stefnum og aðferðum til að skapa öflugt bekkjar- og skólasamfélag meðal nemenda af ólíkum uppruna og kennslufræðilegum lausnum fyrir margbreytilegan nemendahóp.  

Þessi samanburðarrannsókn hefur það að markmiði að skapa dýpri skilning á því hvernig stefnur og aðgerðir í anda inngildandi menntunar (e. inclusive education) eru mótaðar (macro), túlkaðar (meso) og framkvæmdar (micro) í skóla þar sem nemendur eru félagslega og námslega ólíkir. Megin rannsóknarspurningin felst í því að rannsaka hvernig hinar ýmsu stefnur um skóla án aðgreiningar eru mótaðar og svo festar í sessi í hversdagsvenjum skóladagsins, hvernig þær eru framkvæmdar í grunnskólum með tiltekna nemendasamsetningu varðandi stétt, uppruna, kynferði og sértækar menntunarþarfir nemenda í Reykjavík, Helsinki og svo hvernig félagslegar og kennslufræðilegar forsendur þeirra birtast í hversdagslegum athöfnum í skólastarfinu?  

Efniviðurinn sem varpar ljósi á rannsóknarspurninguna mun koma úr fyrirliggjandi rannsóknargreinum, stefnugreiningum, tölfræðigreiningum á lýðfræðiupplýsingum um skólahverfi borganna og svo etnografískri gagnasöfnun úr skólum. Megin tilgátan er sú að athugun í hverju landanna á menntastefnum (macro), inngildingu og aðgreiningu milli og innan skóla (meso), og svo bekkjarmenningu (micro) sé nauðsynleg til að fanga hvernig stefnu um skóla án aðgreiningar reiðir af á öllum sviðum samtímis í hverju landanna.

Stjórnandi MAPS-rannsóknarinnar er Dr. Sonja Kosunen, dósent við Helsinki Háskóla og stjórnandi íslenska teymisins er Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Rannsakendur
Berglind Rós Magnúsdóttir
Samstarfsaðilar
University of Helsinki
University of Amsterdam
University of Iceland
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2018
Til: 31. desember 2020
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.