...

Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms

Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði. Samstarfshópurinn mótar matsferli sem verður prufukeyrt, metið og innleitt. Niðurstaðan verður sameiginlegt matsferli sem mun nýtast öllum háskólum landsins og efla mannauð og hæfni í íslensku atvinnulífi.

Verkefnið var styrkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Rannsakendur
Anna Magnea Hreinsdóttir
Hróbjartur Árnason
Lára Hreinsdóttir (verkefnastjóri)
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2025
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.