Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði. Samstarfshópurinn mótar matsferli sem verður prufukeyrt, metið og innleitt. Niðurstaðan verður sameiginlegt matsferli sem mun nýtast öllum háskólum landsins og efla mannauð og hæfni í íslensku atvinnulífi.
Verkefnið var styrkt af Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.