...

Heima og að heiman í 40 ár: Aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi

Heima og að heiman í 40 ár (HA40): Aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi  kannaði félags-, mennningar- og menntunarferli hjá þremur kynslóðum Víetnama á Íslandi á fjörutíu árum. Sérstaklega voru athugaðar þær breytingar sem greina má milli kynslóðanna í þessum efnum. Verkefnið kortlagði menningar- og tungumálaauð þátttakendanna og þær áskoranir sem þeir hafa staðið frammi fyrir í daglegu lífi þeirra, sérstaklega árangri og mistökum við að afla sér menntunar. Ljósi er varpað á þau samþættingarsjónarmið sem hafa verið reynd við aðlögun innflytjenda undanfarin fjörutíu ár. Frásagnir þátttakendanna lýsa blæbrigðaríkri lífsreynslu, þrunginni og flókinni merkingu, sem fönguð er og túlkuð til að hægt sé að læra af reynslunni. Víetnömsku flóttamennirnir komu inn í samfélag og menntakerfi sem lagði áherslu á samlögun þegar kemur að menntun. Fjölmenningarleg menntun og námskrár sem tækju til allra tungumála og menningararfs nemenda á síðustu áratugum 20. aldar voru nánast ekki til. Börn víetnömsku flóttamannanna voru því á kafi í að læra íslenska tungu og menningu, sem leiddi til þess að tungumál og menning foreldra þeirra vantaði í líf margra og í sumum tilfellum glataðist arfleifðin þeim alveg. Afkomendur flóttamannanna lýstu sjálfum sér fyrst og fremst sem íslenskum. Þeir tala lítið sem ekkert á víetnömsku og hafa litla þekkingu á hefðum Víetnam og menningu. Þessi vöntun varð síðan enn meiri og dýpri í kynslóð barnabarnanna. Hún hefur leitt til eftirsjár meðal Víetnamanna, þrátt fyrir að þeir séu ánægðir með líf sitt að öðru leyti. Sumir töluðu um að sjá eftir hverju þau hefðu glatað og óskuðu eftir vettvangi fyrir börnin til að læra víetnömsku og tengjast arfleifð sinni á ný. Þeir afkomendur sem voru svo heppnir að fá tækifæri til að tengjast fjölskyldumeðlimum erlendis og kynnast arfleifðinni þar viðurkenndu víetnamskan bakgrunn sinn með stolti.

 

In English

Home and Away Home and Away in Forty Years: The integration of three Vietnamese generations in Iceland

The research explores the social, cultural, and educational acculturation process and changes across three generations of Vietnamese in Iceland over forty years, with a special focus on education. The project maps their cultural and linguistic capital, the challenges faced in everyday life on their educational path, and their integration perspective in practice over the past forty years. (57 words).

The research aims to explore the social, cultural, and educational acculturation process and changes across three generations of Vietnamese in Iceland over forty years, with a special focus on education. It will be a narrative inquiry that constructs the lives of the refugees and their descendants. A method that captures their personal experience within a cultural context over time. The data is systematically gathered and analyzed. The main research questions fall into two interrelated categories; experiences of integration and transformation and intergenerational educational narratives. The study will include a narrative exploration of three families of Vietnamese background over three generations. The total number of participants are 40 individuals, some of whom first arrived in Iceland as refugees in 1979 and their children of second and third generation who were born in Iceland. The project will map their cultural and linguistic capital, and the challenges faced in everyday life on their path to educational success or failure. It will provide information on the integration perspective that was in practice over the past forty years and whether it has changed over time with the flow of immigration into Iceland. Furthermore, as participants in and witnesses to the enactment of immigrant and educational laws and reforms, these families can shed light on the effectiveness of these changes, which have been aimed at providing more equity to the immigrant population.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.