Health Behavior in School aged Children (HBSC) er rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Rannsóknin hóf göngu sína 1982 og nær nú til 51 lands. Rannsóknin hefur verið framkvæmd á Íslandi frá árinu 2006, fyrst við Háskólann á Akureyri og síðar við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að safna samanburðarhæfum gögnum um heilsu, velferð, heilsuhegðun og félagslegt umhverfi 11, 13 og 15 ára barna í þátttökulöndunum.
Frá 2022 verður gagnasöfnun fyrir HBSC hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.