...

Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun

Sú heimskreppa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér hefur haft gríðarleg áhrif á starf íslenskra framhaldsskóla. Vegna samkomubanns sem stjórnvöld lýstu yfir færðist allt starf á því skólastigi yfir í fjarnám á einni helgi. Jafnframt breyttust heimilisaðstæður flestra fjölskyldna. Heimilið varð vinnustaður margra foreldra, kennslustofa nemendanna og jafnvel leikskóli yngstu barnanna. Í þessu fordæmalausa ástandi felst einstakt tækifæri til að rannsaka áhrif óvæntrar kreppu, í samhengi menntunar og heimilanna. Markmiðið er að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika meðan á banninu stóð. Rannsókninni verður einkum beint að breytingunni frá vinnu í kennslustofu yfir í fjarnám og langtímaafleiðingum hennar. Fjölbreyttra gagna verður aflað og ólíkum aðferðum beitt við gagnagreiningu. Gildi rannsóknarinnar felst ekki síst í tækifæri til að skoða ýmsar hliðar á menntun og félagslegu réttlæti, bæði á þjóðlegan og alþjóðlegan mælikvarða, og samspil helstu hagaðila, ekki síst nemenda, foreldra og skólafólks framhaldsskóla. Vandað yfirlit frá einu landi, Íslandi, ætti að gagnast þeim sem stunda rannsóknir á þessu sviði og leggja fram mikilvæga þekkingu á því hvernig á að bregðast við þegar áföll dynja yfir. Einnig gæti það bent á víti til varnaðar, sem og hvernig á að finna og gæta að viðkvæmum hópum.

Rannsakendur
Guðrún Ragnarsdóttir
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2020
Til: 31. desember 2023
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.