...

Fötlun á tímum faraldurs

– Við munum nota umbreytandi rannsóknarsnið sem tekur á misrétti, jaðarsetningu, kúgun og félagslegu óréttlæti – þar sem aðal markmiðið er að koma á breytingum bæði í samfélaginu og í stjórnkerfinu. Rannsóknin tilheyrir krítískri fötlunarfræði, og notast við póststrúktúral femínískar kenningar og framsæknar hugmyndir um femíníska heilbrigðissiðfræði. Til þess að rannsaka hvernig Covid-19 hefur haft áhrif á fatlað fólk verður byggt á hvoru tveggja nýjum megindlegum gögnum og gögnum sem þegar hefur verið aflað, ásamt nýjum eigindlegum gögnum þar sem verða tekin viðtöl við fatlað fólk og annað lykilfólk. Einnig verður orðræðan í kringum Covid-19 greind með áherslu á umfjöllun um fötlun og heilsu. Við teljum að þessi rannsókn geti aukið skilning og þekkingu á nauðsynlegum viðbrögðum við neyðarástandi eins og farsóttum og þá sérstaklega því sem snýr að heilsu og velferð fatlaðs fólks.

Rannsakendur
Kristín Björnsdóttir
Ásta Jóhannsdóttir
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2021
Til: 31. desember 2024
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.