Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkoma kvenna af erlendum uppruna og íslenskra kvenna með tilliti til meðgöngu, fæðingar og fyrstu viku eftir fæðingu. Jafnframt var upplifun kvenna af erlendum uppruna skoðuð varðandi samskipti við heilbrigðiskerfið og upplýsingar aflað um reynslu fagfólks af því að veita þessum hópi kvenna þjónustu.
Notast var við gögn úr Fæðingaskrá frá 1997-2017, samtals um 90.000 fæðingar auk viðtala við bæði konur af erlendum uppruna og fagfólk. Rannsóknin var þverfagleg – mismunandi hópar komu að vinnu við verkefnið. Hluti rannsóknarinnar fór fram á Covid timabilinu og setti það vinnuna aðeins úr skorðum – sérstaklega var erfitt að nálgast þátttakendur fyrir eigindlega hlut verkefnisins á þeim tíma.