...

Bíbí í Berlín. Fötlunarfræði og Einsaga. Ný akademísk nálgun.

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927–1999) en hún var kennd við kotbæ foreldra sinna sem hét Berlín. Hún þótti bráðgert barn en veiktist á fyrsta ári og var síðar merkt sem ,,fáviti“ af fölskyldu sinni og sveitungum. Bíbí var höfð sem hornreka á heimilinu framan af og var falin fyrir gestum og gangandi. Sjálfsævisaga hennar ber þó vott um góða greind og innsæi í líf sitt og aðstæður. Í sögu sinni lýsir Bíbí meðal annars hvernig hún fann lífi sínu farveg í garðrækt og brúðsafni sem hún ánafnaði Þjóðminjasafni Íslands eftir sinn dag. Sjálfsævisaga Bíbíar er afar umfangsmikil en hún telur alls 120 þúsund orð. Bíbí skrifaði sjálfsævisögu sína í einrúmi, hélt henni leyndri fyrir fjölskyldu sinni og samferðafólki og fáir vissu af tilvist hennar. Í þessu þriggja ára rannsóknarverkefni verður sjálfsævisaga Bíbíar og hinar mörgu hliðar á lífi hennar könnuð. Meginmarkmið rannóknarinnar er að greina þá flóknu og samtvinnuðu sögulegu, menningarlegu og félagslegu þætti sem höfðu áhrif á líf Bíbíar og skópu samfélagsleg viðhorf í garð fatlaðs fólks. Rannsóknin tengir saman tvö fræðasvið, fötlunarfræði og einsögu í þeim tilgangi að skapa nýja gagnrýna hugsun og umræðu um fatlað fólk í sögu og samfélagi. Til þess að auka enn frekar skilning á sjálfsævisögu Bíbíar og yfirfæra á reynslu fatlaðra kvenna í nútímanum felst hluti rannsóknarinnar í samvinnurannsókn sem felur í sér að hópur fatlaðra kvenna verður fenginn til að greina sögu Bibíar.

Rannsakendur
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2021
Til: 31. desember 2023
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.