...
Að skapa þekkingu saman

Að skapa þekkingu saman – Sjálfbær leikskólastarfsemi og stjórnsýsla á Norðurlöndum

Á Norðurlöndum hefur skapast þörf fyrir að efla handleiðslu, leiðsögn og mat á leikskólastarfi til að styðja við framkvæmd laga og reglna, ásamt því að bæta gæði starfsins. Samvinnuverkefnið felur í sér samstarf milli háskóla og sveitarfélaga í Noregi, á Íslandi, í Danmörk og Finnlandi. Þrátt fyrir sameiginlega norræna leikskólahefð hefur hvert land sín sérkenni í skipulagi leikskólastarfs og þeirri umgjörð sem því er búin. Öll þátttökulöndin standa þó frammi fyrir sameiginlegum áskorunum, eins og fjölbreytileika í samfélögum og aukinni einkavæðingu leikskóla. Þátttakendur í verkefninu mynda víðtækt tengslanet fagfólks á leikskólastiginu, þar á meðal mats- og eftirlitsaðila, fræðimanna og kennara. Markmið verkefnisins er að skapa sjálfbæra þekkingu og verkfæri til að styðja við stjórnsýslu og eftirlit með leikskólastiginu. Þetta er gert með því að miðla reynslu og beita nýstárlegum, aðferðum á vinnustofum og í rannsóknum. Á meðan á verkefninu stendur mun hópurinn byggja upp gagnabanka sem inniheldur fjölbreytt efni frá vinnustofum, málþingum og öðrum viðburðum. Þessi gagnabanki mun ekki aðeins styðja við rannsóknir og þróun niðurstaðna verkefnisins innan þátttökustofnana, heldur verður hann einnig aðgengilegur almenningi til að auðvelda útbreiðslu þekkingar og nýsköpunar á sviði leikskólamála.

 

Verkefnið er styrkt af The Nordplus Horizontal.

Rannsakendur
Anna Magnea Hreinsdóttir
Samstarfsaðilar
Regional State Administrative Agencies Finland
University of Bergen
Vaasa University of Applied Sciences
University of Vaasa
Copenhagen Business School
Lappeenranta City Administration
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. september 2024
Til: 31. ágúst 2026
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.