Rödd, orðræða og tengsl (RRR)
Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu á raddbeitingu og töluðu máli og tengslum raddbeitingar og líkama. Augum verður beint að sviði kennaramenntunar, bæði hvað varðar kennara og nemendur. Markmið verkefnisins er að leiða saman háskólafólk frá Norðurlöndunum til að efla m.a. raddheilsu kennara og kennaranema auk sjálfsskilnings með því að þróa kennsluefni og halda vinnusmiðjur.