...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

3 rannsóknir fundust í flokknum Grunnskóli.
pexels-anastasia-shuraeva-8466915
Kennsluhættir í grunnskóla og farsæld nemenda
Hugmyndin um farsæld nemenda kom fram á sjónarsviðið sem viðbragð við að námsárangur væri talinn eina markmið menntunar. Rannsóknir á kennsluháttum hafa tengt ólíka kennsluhætti við ólíka líðan nemenda. Markmið þessarar rannsóknar er að aðgerðabinda ólíka þætti farsældar nemenda í menntunarlegu samhengi og, með notkun fyrirliggjandi gagna, bera kennsl á þá kennsluhætti sem styðja hvað best við farsæld grunnskólanema.

01/01/2024
01/01/2027
Mynd_Barnasáttmáli
Réttindi og þátttaka barna: Samstarfsverkefni í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Hafnarfjarðarbæjar
Markmið verkefnisins er að innleiða ákvæði Barnasáttmálans á markvissan hátt í starf leikskóla, yngsta stig grunnskóla og í frístundaheimili í Hafnarfirði. Tilgangurinn er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á réttindum barna og þróa starfshætti þar sem börn fá tækifæri til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri þróun.

01/05/2023
31/12/2025
schoolkids-32_5253406071_o-2PAPIS
PAPIS: Virkni, val og skyldur foreldra á menntavettvangi
Meginmarkmið rannsóknar er að skoða hvort kynja-, uppruna- og stéttamunur í foreldraþátttöku og samskiptum við skólakerfið eigi við hérlendis þar sem stétt og staða að öðru leyti hefur verið talin hafa lítil áhrif á líf fólks og kynjajafnrétti mælist með besta móti í heiminum.

01/01/2017
31/12/2020
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.