Ungir innflytjendur og flóttafólk í þátttökumiðuðu skólastarfi: Varða á leið til inngildingar og borgaravitundar í Reykjavík, Osló og London
Þessi eigindlega tilviksrannsókn er samanburðarverkefni sem nær til höfuðborga Íslands, Noregs og Bretlands. Markmiðið er að skilja hugmyndir og sjónarmið ungra innflytjenda og flóttafólks sem stunda nám á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum.