...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

34 rannsóknir fundust í flokknum Deild menntunar og margbreytileika.
Raunfærnimat
Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms
Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði.

01/01/2025
john-schnobrich-2FPjlAyMQTA-unsplash
Nemendaráð og þátttaka ungs fólks á Norðurlöndum
Markmiðið er að kortleggja nýja þekkingu um stöðu nemendaráða í grunnskólum bæði nú og á meðan á Covid-19 heimsfaraldrinum stóð. Rannsóknin er mikilvægur þáttur í víðtækara verkefni Norræna Velferðarráðsins um rétt barna og ungmenna til að láta í sér heyra í skóla og frístundum dagsdaglega og á meðan á Covid-19 stóð. 

01/06/2024
30/06/2025
kyle-glenn-nXt5HtLmlgE-unsplash
Migrant women and migration regimes as constitutive of gender-based violence: The case of Iceland
This study explores the shifting role of women in international migration, highlighting their increasing individual involvement and vulnerability in the labor market. It examines legal uncertainties, institutional racism, and migration policies, advocating for an intersectional approach to address gender, labor, and violence issues, with a focus on Iceland.

01/01/2024
31/12/2026
LifeWorthLiving_Featured
LIFE – Life Worth Living: Caring for our Educators and Principals
Markmið LIFE er að auka vellíðan þeirra kennara og stjórnenda sem taka þátt með því að efla tilfinningu fyrir því að lifa merkingarbæru lífi. Allt of lengi hafa skólar, einkum kennarar og skólastjórnendur, þurft að bera þungann af hröðum breytingum á samfélagsháttum

01/01/2024
karsten-winegeart-KaOEijgqFU8-unsplash-1024x682
EDUCHANGE – Changing Inequality at Educational Transitions
EDUCHANGE seeks to become one of the first ever projects to conduct simultaneous field experiments in multiple, strategically selected countries (Denmark, Germany, Hungary, Iceland) with the goal to reduce inequality at the educational transition from compulsory to secondary education and at the transition to higher education.

01/01/2024
alexander-andrews-zw07kVDaHPw-unsplash
World of Words in Iceland / Orðaheimurinn á Íslandi
Markmið rannsóknarinnar er að auka færni leikskólabarna í íslensku máli með sérstakri áherslu á fjöltyngd börn. Sú íhlutunaraðferð sem rannsökuð verður er byggð á bandarísku kennsluefni, World of Words, er kallast Orðaheimurinn á íslensku.

01/01/2021
31/12/2023
Acadimia
ACADIMIA – European Teachers’ Academy for Creative & Inclusive Learning
ACADIMIA is the European Teacher Training Academy for Creating and Inclusive Learning and is offering to current and future teachers opportunities for training, networking and sharing knowledge on how school lessons can be different.

01/11/2023
31/10/2026
pexels-s-n-b-m-827240-1773113
Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi
Markmið rannsóknarverkefnisins Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (ESRCI) eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi.

31/01/2023
31/12/2025
Tink_Featured
TINK@school – TINKERING for sustainability at school
The 24 month long project proposes the use of tinkering as an approach that can be merged with Education for Sustainable Development (ESD). It will develop educational activities around sustainability and climate topics to be applied at late primary and early secondary level (students aged 8-12 years).

01/11/2022
31/12/2024
GEiOconference_Featured
GEiO – Gender Equitable Interactions Online
A key aim of this project is to build new transnational evidence on the currently unexplored ways in which digital videoconferencing innovations maintain or can be used to resist gender inequity at work. We will be working with international corporations in each of the partner countries.

01/11/2022
mika-baumeister-jbHLLCgWs3M-unsplash
Upplifun ungmenna af kynbundnu ofbeldi og forvörnum á Íslandi
Markmið þessa verkefnis er að kanna birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í lífi 40 – 66 íslenskra ungmenna og upplifun þeirra af forvörnum gegn því í íslenskum grunn- og framhaldsskólum.

01/01/2022
31/12/2026
jakub-pabis-jt7WiIQOzPQ-unsplash
Fötlun á tímum faraldurs
Í þessari rannsókn verður notast við blandað rannsóknarsnið þar sem markmiðið er að auka þekkingu okkar og skilning á reynslu, heilsu og velferð fatlaðs fólks á tímum faraldurs. Í þeim tilgangi beitum við krítísku sjónarhorni þar sem reynsla og sýn fatlaðs fólks liggur til grundvallar.

01/01/2021
31/12/2024
bibi-i-berlin
Bíbí í Berlín. Fötlunarfræði og Einsaga. Ný akademísk nálgun
Meginmarkmið rannóknarinnar er að greina þá flóknu og samtvinnuðu sögulegu, menningarlegu og félagslegu þætti sem höfðu áhrif á líf Bíbíar og skópu samfélagsleg viðhorf í garð fatlaðs fólks.

01/01/2021
31/12/2023
©Kristinn Ingvarsson *** Local Caption *** Elsa Eiríksdóttir. María Jónasdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir: Afleiðingar þess stytta nám til stúdentsprófs
Stytting námstíma stúdentsprófsbrauta: Áhrif á inntak bóklegs náms á framhaldsskólastigi og áframhaldandi nám á háskólastigi
Markmið verkefnisins eru að kanna áhrif styttingarinnar á inntak stúdentsprófsbrauta og afleiðingar hvað varðar flæði nemenda í gegnum menntakerfið í háskólanám.

01/01/2021
31/12/2023
Vietnam_Featured
Heima og að heiman í 40 ár: Aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi
Í verkefninu var aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi skoðuð út frá félags-, menningar- og menntunarsjónarmiðum. Verkefnið snérist um að korteggja menningar- og tungumálaauð þátttakendanna og þær áskoranir sem þeir hafa staðið frammi fyrir í daglegu lífi þeirra, sérstaklega árangri og mistökum við að afla sér menntunar.

01/01/2021
MAPS
„Margbreytileiki og menningarmunur – Kennslufræðilegar lausnir: Skóli án aðgreiningar í finnskum, íslenskum og hollenskum grunnskólum“  (MAPS)
Þessi samanburðarrannsókn hefur það að markmiði að skapa dýpri skilning á því hvernig stefnur og aðgerðir í anda inngildandi menntunar (e. inclusive education) eru mótaðar (macro), túlkaðar (meso) og framkvæmdar (micro) í skóla þar sem nemendur eru félagslega og námslega ólíkir.

01/01/2018
31/12/2020
taylor-flowe-4nKOEAQaTgA-unsplash
Reinforcement of competencies of teachers and other educational staff in the area of including pupils coming from socio-culturally disadvantaged environment
The chance for good-quality education of children highly correlates with the socio-economic status of their parents. The key to the situation could be the provision of support to schools and teachers directly in practice by the use of inclusive education principles, and by reinforcing cooperation between teachers and members of school counselling centres along with the academic members.

01/08/2020
31/07/2023
pexels-hazardos-1535244
Ungir innflytjendur og flóttafólk í þátttökumiðuðu skólastarfi: Varða á leið til inngildingar og borgaravitundar í Reykjavík, Osló og London
Þessi eigindlega tilviksrannsókn er samanburðarverkefni sem nær til höfuðborga Íslands, Noregs og Bretlands. Markmiðið er að skilja hugmyndir og sjónarmið ungra innflytjenda og flóttafólks sem stunda nám á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum.

01/01/2020
30/11/2023
pexels-cdc-library-3992933
Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun
Markmiðið er að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika meðan á banninu stóð. Rannsókninni verður einkum beint að breytingunni frá vinnu í kennslustofu yfir í fjarnám og langtímaafleiðingum hennar. Fjölbreyttra gagna verður aflað og ólíkum aðferðum beitt við gagnagreiningu.

01/01/2020
31/12/2023
Be-Child_Featured
BE-CHILD – Be Inclusive towards inclusion of children with special needs and their parents in ECEC –
The aim of the BE-CHILD project is to support ECEC educators’ in working with the development of socio emotional competences (SEC) of pre-school children.

01/12/2019
31/10/2022
Cored
CoReD – Collaborative Redesign with Schools
The main aim was to give education practitioners the means to engage effectively with their own settings and practices to improve fit between teaching, learning and space, and to communicate the results to a global audience.

01/10/2019
30/09/2022
HiLives_Featured
HiLives – Including and Connecting in Higher Education: networking opportunities for independent lives
The project HiLives aims to create opportunities to share knowledge and practices in this field, towards the creation of a strategic partnership in the area of (i) inclusion of students with IDD in HE Institutions, and (ii) transition to an active and independent life, exploring the role that digital media can play in this process.

01/09/2019
31/12/2024
JoinIn_Featured
JoinIN -Inclusive Postsecondary Education Programme for Students with Intellectual Disabilities
The goal of the project is to increase the access of persons with intellectual disabilities (ID) to IPSE programmes throughout Europe. In addition, we wanted to develop fully inclusive programmes for persons with ID in current and future IPSE programmes

01/09/2019
31/12/2024
AllThroughSchools_Featured
All Through Schools
This comparative research project focused upon all-age schools (also known as all-through schools or through schools), in three different countries, to explore the ways in which all-age schools contribute to enhanced student learning and improved student well-being.

01/09/2019
31/08/2022
aaron-burden-6jYoil2GhVk-unsplash-1
Mapping Education for sustainable development
The project is concerned with sustainability in compulsory education in the Nordic countries and is part of the Iceland Presidency Project for the Nordic Council of Ministers.

26/04/2019
09/03/2021
camylla-battani-son4VHt4Ld0-unsplash
Erlendar konur á Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og samskipti þeirra við heilbrigðiskerfið
Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkoma kvenna af erlendum uppruna og íslenskra kvenna með tilliti til meðgöngu, fæðingar og fyrstu viku eftir fæðingu. Jafnframt var upplifun kvenna af erlendum uppruna skoðuð varðandi samskipti við heilbrigðiskerfið og upplýsingar aflað um reynslu fagfólks af því að veita þessum hópi kvenna þjónustu.

01/01/2018
31/12/2023
Kortlagning reynslu_Featured
Kortlagning reynslu innflytjendakvenna af heimilis- og starfstengdu ofbeldi
IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna

01/01/2019
31/12/2021
SjonarhornKarla_Featured
Sjónarhorn karla til ofbeldis í garð kvenna í nánum samböndum
Meginmarkmið verkefnisins er að auka þekkingu á ofbeldi í nánum samböndum (bæði gagnkynhneigðum og hinsegin samböndum) með því að skoða reynsluheim þeirra sem beita ofbeldi. Á Íslandi eru nær engar rannsóknir sem hafa beint sjónarhorni sínu að þeim sem beita maka sína ofbeldi og hvernig það tengist sýn á foreldrahlutverkið.

01/01/2019
InnovativeTeacherEducation_Featured
Innovative Teacher Education through Personalized Learning
The aim of the project was to develop, implement, and test innovative practices of personalized learning within the teacher education systems through strategic partnership.

01/10/2018
30/09/2021
Politics of Belonging - Getty images
Politics of belonging: Promoting children’s inclusion in education settings across borders
This multidisciplinary research project aims to promote children’s inclusion in educational settings. Belonging is approached as a relational, multi-dimensional, contested, and power-loaded phenomenon that is constructed in the intersection between the macro-level politics and humans daily lives at the micro-level.

01/01/2018
31/12/2020
foreldrar millistétt
Mótun millistéttarinnar gegnum foreldravenjur og -val innan íslensks grunnskólakerfis
Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvernig valdatengsl eru endursköpuð með foreldravenjum á Íslandi með áherslu á stétt og kyn. Spurt er hvernig foreldravenjur stuðla að endursköpun stétttengdra valdatengsla með vali á skóla og búsetusvæði.

01/01/2018
31/12/2020
Skólaval
Skólaval til stúdentsprófs á Íslandi
Á síðustu áratugum hafa skólavalstefnur orðið fyrirferðamiklar þar sem árangur á afmörkuðu sviði ræður alfarið aðgengi nemenda að bóknámsbrautum í tilteknum skólum. Skoðað er hvernig frjálst „val“ nemenda, sem er eitt af lykilhugtökum ríkjandi menntastrauma, markast af námslegum, félagslegum og landfræðilegum þáttum og hvernig slíkt „val“ endurspeglar og á sinn þátt í að endurframleiða félagslegt stigveldi.

01/01/2017
31/12/2026
nylidar-i-grunnskolakennslu_Featured
Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn
Tvær rannsóknir gerðar á árunum 2017–2023 til að kanna hvernig nýbrautskráðum kennurum vegnaði í starfi og hvort og hvers konar áhrif kyn hefði. Raðviðtöl við nýbrautskráða kennslukarla og nýbrautskráða kvenkyns kennara, tekin á tveggja ára tímabili við hvern kennara. Rannsóknin er hagnýt við stefnumótun við móttöku nýliða.

01/07/2017
30/06/2023
schoolkids-32_5253406071_o-2PAPIS
PAPIS: Virkni, val og skyldur foreldra á menntavettvangi
Meginmarkmið rannsóknar er að skoða hvort kynja-, uppruna- og stéttamunur í foreldraþátttöku og samskiptum við skólakerfið eigi við hérlendis þar sem stétt og staða að öðru leyti hefur verið talin hafa lítil áhrif á líf fólks og kynjajafnrétti mælist með besta móti í heiminum.

01/01/2017
31/12/2020
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.