...

Norrænt samstarfsnet um hæglæti í uppeldi og menntun

Verkefnið Reclaiming Slow Nordic ECEC network miðar að því að bregðast við auknu álagi og hraða í menntun og uppeldi og streitu kennara með því að efla hæglætismenntun og norræn gildi í leikskólastarf og í kennaramenntun. Markmið netsins er að stuðla að sjálfbærri, barnmiðaðri og ígrundandi starfsmenningu í leikskólum og í háskólum. Lögð verður áhersla á nýsköpun í kennaramenntun, leik og faglega forystu. Samstarfsnetið tengir saman aðila frá Noregi, Íslandi, Danmörku og Finnlandi og byggir á norrænni hefð um leik, náttúru, lýðræði og menntun sem hægfara umbreytingu. Með netfundum og vinnustofum verða þróaðar sameiginlegar leiðbeiningar um hæglæti í leikskólum og háskólum. Verkefnið styður jafnframt við vellíðan kennara og barna og styrkir gagnrýna hugsun, samvinnu og nám í ljósi stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar til 2030. Fyrsta starfsár netsins beinist að undirbúningi á áfanganámskeiði sem mun sameina leikgleði, skapandi starfs- og kennsluhætti, hæglæti og faglega ígrundun í leikskólakennarafræðum á háskólastigi.

Rannsakendur
Anna Magnea Hreinsdóttir
Samstarfsaðilar
University of South-Eastern Norway (USN)
Háskólinn á Akureyri
Aalborg University
Design School Kolding (DSKD)
Åbo Akademi University
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. júní 2025
Til: 1. júní 2028
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.