...

Undirbúningstímar í leikskólum: Með hag barna að leiðarljósi

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á skipulag og framkvæmd undirbúningstíma leikskólakennara. Tilgangurinn var að skoða áhrif aukins undirbúningstíma á fagmennsku leikskólakennara og gæði leikskólastarfs. Verkefnið var unnið af starfsmönnum RannUng þeim Söru Margréti Ólafsdóttur dósent og forstöðumanni RannUng, Kristínu Karlsdóttur dósent, Önnu Magneu Hreinsdóttur aðjúnkt og Margréti S. Björnsdóttur aðjúnkt og verkefnastjóra RannUng.

Rannsóknin var styrkt af Samfélagssjóði þar sem áhersla er á stuðning fyrir samfélagsvirkni.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.