...

Skólaval til stúdentsprófs á Íslandi

Sjálfsmyndarsköpun, stigveldi og menningarleg aðgreining

Á síðustu áratugum hafa skólavalstefnur orðið fyrirferðamiklar þar sem árangur á afmörkuðu sviði ræður alfarið aðgengi nemenda að bóknámsbrautum í tilteknum skólum. Skoðað er hvernig frjálst „val“ nemenda, sem er eitt af lykilhugtökum ríkjandi menntastrauma, markast af námslegum, félagslegum og landfræðilegum þáttum og hvernig slíkt „val“ endurspeglar og á sinn þátt í að endurframleiða félagslegt stigveldi. Rannsóknin felst að hluta til í samanburði við framhaldsskóla í Helsinki með það að markmiði að greina stofnanahátt aðgangsstífra bóknámsskóla á Íslandi og í Finnlandi út frá bakgrunni og reynslu nemenda og skoða vegferð þeirra milli framhalds- og háskólastigsins.

Rannsóknarspurningar

  1. Hvernig þróast og birtist aðgreining og stigveldi milli nemendahópa og skólastofnana þegar valið er bóknám til stúdentsprófs í íslenska framhaldsskólakerfinu, á tímum samkeppni og alþjóðavæðingar?
  2. Hvernig markast val og framtíðaráætlanir nemenda af menningarlegum, landfræðilegum, félagslegum og námslegum þáttum?
  3. Mótun og sköpun sjálfsmyndar ( identity formation ): Hvernig skilgreina nemendur sig og hugmyndir sínar um aðra unglinga?

Rannsóknin heyrir undir RannMennt – Rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti.

Rannsókn fékk styrki úr Rannsóknarsjóði HÍ 2017-2020 og 2023.

Rannsakendur
Berglind Rós Magnúsdóttir
Unnur Edda Garðarsdóttir
Sonja Kosunen
Ásgerður Bergsdóttir
Tengiliður við fjölmiðla
Berglind Rós Magnúsdóttir
Samstarfsaðilar
MAPS-verkefnið (NordForsk)
IPIC-verkefnið (Rannís)
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2017
Til: 31. desember 2026
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.