...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

5 rannsóknir fundust í flokknum Langtímarannsókn.
Heilsuferdalagid
Heilsuferðalagið – Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
Heilsuferðalagið er langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 og er ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.

01/01/2024
SKORA mynd
SKORA – Stúlkur, Knattspyrna og Rannsókn á Atgervi
Í rannsókninni verða framkvæmdar ýmsar mælingar á atgervi eins og þrek, snerpa, hraði, kraftur og færni hjá konum í fótbolta. Sérstök áhersla verður á að skoða líkamssamsetningu, kynþroska, beinþroska stúlkna og áhrif tíðahrings á tíðni meiðsla og brottfall stúlkna úr knattspyrnu sem verða síðan tengdir við andlega líðan, líkamlega heilsu, þjálfun og aðra lífstílsþætti.

01/01/2024
31/12/2028
íÆ vinir
Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ)
Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungmenna og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun aðila sem koma að þjónustu og umönnun barna og ungmenna. Grundvöllur verkefnisins liggur einnig í að skapa aðstæður til snemmbærs inngrips og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra.

01/01/2021
Börn og netmiðlar
Börn og netmiðlar
Börn og netmiðlar er víðtæk spurningakönnun sem Menntavísindastofnun framkvæmir í samstarfi við Fjölmiðlanefnd meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land. Niðurstöður eru kynntar í nokkrum skýrslum eftir viðfangsefni: tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreiti, netöryggi, klámáhorf, tölvuleiki og falsfréttir.
01/01/2021
31/07/2025
Heilsuhegdun_ungra_Islendinga_Featured
Heilsuhegðun ungra Íslendinga
Viðamikil langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands.

01/01/2007
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.