...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

4 rannsóknir fundust í flokknum Stjórnarráð Íslands.
Raunfærnimat
Innleiðing á raunfærnimati til styttingar náms
Markmið verkefnisins er að þróa og innleiða raunfærnimat til styttingar náms við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hver skóli velur námsleiðir til að innleiða raunfærnimat við t.d. kennaranám, iðn- og tæknifræði, fatahönnun og lögreglufræði.

01/01/2025
SKORA mynd
SKORA – Stúlkur, Knattspyrna og Rannsókn á Atgervi
Í rannsókninni verða framkvæmdar ýmsar mælingar á atgervi eins og þrek, snerpa, hraði, kraftur og færni hjá konum í fótbolta. Sérstök áhersla verður á að skoða líkamssamsetningu, kynþroska, beinþroska stúlkna og áhrif tíðahrings á tíðni meiðsla og brottfall stúlkna úr knattspyrnu sem verða síðan tengdir við andlega líðan, líkamlega heilsu, þjálfun og aðra lífstílsþætti.

01/01/2024
31/12/2028
Stilla
Stilla – hæglátt leikskólastarf
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hæglátt leikskólastarf og dýpka þannig þekkingu og skilning okkar á upplifun barna á tíma í leikskólum. Stuðst verður við aðferðir starfendarannsókna og uppeldisfræðilegar skráningar til að skrá ferlið. Tilgangur þess er að auka þekkingu starfsfólks, foreldra og barna á námi barna og þeim tíma sem börn þurfa til að kanna heiminn og prófa hugmyndir sínar.

01/09/2022
31/08/2025
pexels-emma-bauso-1183828-2253879
Föruneyti barna – foreldrafræðsla
Markmið samstarfsverkefnisins Föruneyti barna er að valdefla foreldra í hlutverki sínu og vinna þannig að stuðningi við foreldra um uppeldi og nám barna sinna. Mikilvægur þáttur verkefnisins felst í að efla og styrkja samstarf milli skólasamfélagsins og foreldra með markvissum hætti.

01/01/2022
01/01/2026
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.