...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

4 rannsóknir fundust í flokknum Nordplus.
Að skapa þekkingu saman
Að skapa þekkingu saman – Sjálfbær leikskólastarfsemi og stjórnsýsla á Norðurlöndum
Á Norðurlöndum hefur skapast þörf fyrir að efla handleiðslu, leiðsögn og mat á leikskólastarfi til að styðja við framkvæmd laga og reglna, ásamt því að bæta gæði starfsins. Markmið verkefnisins er að skapa sjálfbæra þekkingu og verkfæri til að styðja við stjórnsýslu og eftirlit með leikskólastiginu. Þetta er gert með því að miðla reynslu og beita nýstárlegum, aðferðum á vinnustofum og í rannsóknum.

01/09/2024
31/08/2026
SPARE LINKWORKERS
SPARE – STRENGTHENING PARENTING AMONG REFUGEES IN EUROPE
Markmið SPARE-verkefnisins er að nýta sannreynd foreldrafærniúrræði til að fyrirbyggja vanda barna á aldursbilinu 2-18 ára og bæta aðlögun allrar fjölskyldunnar í nýjum heimkynnum. Samhliða því að styrkja foreldrana í sínu hlutverki er unnið með þætti tengda áfallavinnu með tilfinningaþjálfun og núvitund.

01/01/2021
31/12/2023
RRR_Featured
Rödd, orðræða og tengsl (RRR)
Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu á raddbeitingu og töluðu máli og tengslum raddbeitingar og líkama. Augum verður beint að sviði kennaramenntunar, bæði hvað varðar kennara og nemendur. Markmið verkefnisins er að leiða saman háskólafólk frá Norðurlöndunum til að efla m.a. raddheilsu kennara og kennaranema auk sjálfsskilnings með því að þróa kennsluefni og halda vinnusmiðjur.

01/01/2020
31/12/2024
DigitalCompetence_Featured
NNME – Nordic Network for Music Education
The broad aim of the network is to strengthen the reflection and the discussion of music education, and through this also contribute to its development. Network activities include teacher and student exchange, network planning and intensive seminars for masters students.

01/08/2019
31/12/2022
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.