...

Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun

Markmið rannsóknarverkefnisins Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun (LPP) er að rannsaka með gagnrýnum hætti tungumálastefnu og starfshætti fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda. Verkefnið beinir athygli að því hvernig tungumálstefnan hefur áhrif á menntun barnanna og tengsl þessara fjölskyldna, móðurmálssamfélaga þeirra, skólastjóra og kennara barnanna. Þátttakendur í LPP rannsóknarverkefninu eru 16 fjölskyldur innflytjenda sem hafa fjölbreytt tungumál, menntun og félags- og efnahagslegan bakgrunn og börn þeirra af ólíku kyni, svo og skólastjórar og kennarar barnanna í leik- og grunnskóla, og móðurmálskennarar þeirra. LPP rannsóknarverkefnið er fyrsta víðtæka íslenska rannsóknin á tungumálastefnu og starfsháttum fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda og helsta gildi þess er að veita innsýn í þær og áhrif þeirra á menntastefnu og starfshætti. Kortlagning á tví- og fjöltyngi fjölskyldna á Íslandi og þróun læsis barna þeirra mun veita mikilvægar upplýsingar fyrir skóla um hvernig er best að vinna með fjölskyldum að virku tví- og fjöltyngi, auk þess að veita foreldrum upplýsingar um skilvirka tungumálastefnu og starfshætti.

Rannsakendur
Hanna Ragnarsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Samúel Lefever
Renata Emilson Peskova
Artëm Ingmar Benediktsson
Anh-Dao Tran
Kriselle Lou Suson Jónsdóttir
Anna Katrín Eiríksdóttir
Annað efni
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2022
Til: 31. desember 2024
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.