...

The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD)

The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) er evrópskt rannsóknarverkefni sem miðar að því að safna samanburðarhæfum gögnum um neyslu 16 ára unglinga á áfengi, tóbaki og öðrum ávana- og vímuefnum. Einnig er spurt um fjárhættuspil og ýmislegt í félagsumhverfi svarenda sem tengist eða hefur áhrif á vímuefnanotkun. Rannsóknin hóf göngu sína 1995 og hefur verið framkvæmd á Íslandi frá upphafi, fyrst við Háskólann á Akureyri og síðan fyrirlögn árið 2018 við Háskóla Íslands.

Frá 2024 verður gagnasöfnun fyrir ESPAD hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.