The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) er evrópskt rannsóknarverkefni sem miðar að því að safna samanburðarhæfum gögnum um neyslu 16 ára unglinga á áfengi, tóbaki og öðrum ávana- og vímuefnum. Einnig er spurt um fjárhættuspil og ýmislegt í félagsumhverfi svarenda sem tengist eða hefur áhrif á vímuefnanotkun. Rannsóknin hóf göngu sína 1995 og hefur verið framkvæmd á Íslandi frá upphafi, fyrst við Háskólann á Akureyri og síðan fyrirlögn árið 2018 við Háskóla Íslands.
Frá 2024 verður gagnasöfnun fyrir ESPAD hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.