Health Behavior in School aged Children (HBSC) er rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Markmið rannsóknarinnar er að safna samanburðarhæfum gögnum um heilsu, velferð, heilsuhegðun og félagslegt umhverfi 11, 13 og 15 ára barna í þátttökulöndunum.
01/01/2004
The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD)
ESPAD) er evrópskt rannsóknarverkefni sem miðar að því að safna samanburðarhæfum gögnum um neyslu 16 ára unglinga á áfengi, tóbaki og öðrum ávana- og vímuefnum. Einnig er spurt um fjárhættuspil og ýmislegt í félagsumhverfi svarenda sem tengist eða hefur áhrif á vímuefnanotkun.