...

Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar á nemendur og kennara á Íslandi

Hegðunarerfiðleikar hafa neikvæð áhrif á samskipti, nám og framtíðarhorfur nemenda, og líðan og starfsþrek kennara. Erfið hegðun og agavandi eru eitt helsta áhyggjuefni kennara sem kalla eftir aukinni starfsþróun á því sviði. Brýnt er að miðla til þeirra áhrifaríkum leiðum til að draga úr hegðunarvanda. PAX Good Behavior Game (GBG) er safn sannreyndra bekkjarstjórnunaraðferða sem hefur sýnt jákvæð áhrif á hegðun og námsástundun nemenda og líðan kennara. Áhrif af PAX GBG á hegðun og námsframmistöðu 1. bekkinga, bekkjarstjórnun, og líðan og lífeðlislegar breytur meðal nemenda og kennara verða metin í slembaðri samanburðarrannsókn (RCT) í 30 bekkjum. Tilraunahópi (n=15 kennarar sem fá handleiðslu í PAX GBG; n=300 nemendur) og pöruðum samanburðarhópi (n=15 kennarar; n=300 nemendur) verður fylgt eftir í tvö ár. Hópar verða bornir saman hvað snertir hegðun, námsárangur og líðan nemenda, bekkjarstjórnun, líðan og kulnunareinkenni kennara (með matslistum og
beinu áhorfi), sem og hjartslátt kennara og nemenda til að meta streitu (með snjallúrum). Framkvæmd PAX GBG verður metin og stutt við hana eftir þörfum. Unnið verður úr gögnum með línulegum og fjölþrepa-líkönum að teknu tilliti til áhrifa annarra breyta. Áhrifastærðir verða einnig reiknaðar. Hálfstöðluð viðtöl verða tekin við alla kennara í tilraunahóp og 20 slembivalda nemendur um reynslu
þeirra af PAX GBG og gögn greind með grundaðri kenningu.

Rannsakendur
Anna Lind G. Pétursdóttir
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2021
Til: 31. desember 2024
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.