...

Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Heilsuhegðun ungra Íslendinga er langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að skoða stöðu og langtímabreytingar á hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og heilsufarsþáttum íslenskra ungmenna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Metið er samband þessara þátta við heilsufar og námsárangur. Sérstök áhersla er lögð á að skoða svefnvenjur þessara ungmenna og skoða mögulegar breytingar á þeim frá 15 ára til 17 ára aldurs. Hreyfingaleysi og offita meðal barna og ungmenna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum, og getur hamlað daglegri virkni ungmenna og leitt til víðtækra afleiðinga síðar á ævinni. Minnkun í líkamlegri hreyfingu virðist sérstaklega eiga sér stað á unglingsaldri.

Fjölmargir vísindamenn við Háskóla Íslands koma að verkefninu. Auk þeirra hafa Kong Chen prófessor og Robert Brychta, fræðimaður við Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna unnið að rannsókninni. Þá hafa framhaldsnemar, bæði í doktors- og meistaranámi notað gögn út rannsókninni í verkefnum sínum.

HVAR?
Þátttökuskólar voru sex grunnskólar í Reykjavík og allmargir framhaldsskólar úr nokkrum sveitarfélögum.
HVERNIG?
Þátttakendur eru íslensk ungmenni fædd árið 1999. Rannsökuð eru áhrif íhlutunaraðgerða á holdarfar, hreyfingu, mataræði og aðra lífsstílsþætti.
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.