Markmið samstarfsverkefnisins Föruneyti barna er að valdefla foreldra í hlutverki sínu og vinna þannig að stuðningi við foreldra um uppeldi og nám barna sinna. Mikilvægur þáttur verkefnisins felst í að efla og styrkja samstarf milli skólasamfélagsins og foreldra með markvissum hætti. Vettvangur verkefnisins er innan leikskóla og grunnskóla þar sem foreldrum gefst kostur á að sækja námskeið við upphaf leikskólagöngu og grunnskólagöngu barns síns, speglað sig í öðrum foreldrum og leitað eftir stuðningi frá fagmenntuðu starfsfólki leik-, grunnskóla og skólaþjónustu.