...

Fjöltyngdar nálganir í fjölbreyttum bekkjum

Um það bil 20% nemenda í skyldunámi á Íslandi eru af erlendum uppruna og tala fleiri en hundrað tungumál. Hefðbundnir kennsluhættir í íslenskum skólum miðast að mestu leyti að  eintyngdum nemendum (Sigurjónsson & Hansen, 2010; Trần, 2015), en nýjar rannsóknir um fjöltyngdar nálganir í kennslu hafa ekki verið gerðar. Fjölgun fjöltyngdra barna í skólum og spurningar varðandi námsárangur þeirra, sem og ýmis málefni tengd fólksflutningum, innflytjendamálum, fjölmenningu og nám í erlendum móðurmálum, hafa verið rannsökuð bæði á Íslandi (Gunnþórsdóttir o.fl., 2020; Ragnarsdóttir & Lefever, 2018; Tran & Ragnarsdóttir, 2018) og á heimsvísu (Guðmundsson o.fl., 2013; Nieto & Bode, 2008; Skrefsrud & Tavares, 2025). Kennsluhættir sem taka mið af fjöltyngdum nemendum stuðla að jöfnu aðgengi fjöltyngdra nemenda að námi og valdefla nemendur til þess að byggja á tungumálum sínum í námi  sínu, sérstaklega hjá nemendum sem nýlega hafa flust til landsins (García & Wei, 2014; Little & Kirwan, 2019; Parmegiani, 2019).

Markmið þessarar rannsóknar eru tvíþætt: Í fyrsta lagi að kanna fjöltyngdar nálganir sem íslenskir kennarar og kennarar af erlendum uppruna nota til að byggja á tungumálaforða fjöltyngdra nemenda og styðja þá í tungumálanámi, læsi og námi í mismunandi faggreinum. Í öðru lagi er markmiðið að skoða námsaðferðir fjöltyngdra nemenda, þar á meðal hvernig þeir nýta fyrri þekkingu sína og tungumálin  til náms. Rannsóknin er eigindleg fjöltilviksrannsókn. Þátttakendur eru úr átta skólum í fimm sveitarfélögum á Íslandi. Rannsókninni er ætlað að  gefa fjöltyngdum nemendum og menntuðum kennurum af erlendum uppruna rödd. Hún mun veita innsýn í starf allra fagaðila sem vinna með fjöltyngdum börnum og ungmennum.

 

Plurilingual Pedagogies for Diverse Classrooms

About 20% of students in Icelandic compulsory schools are of foreign origin and together they speak over one hundred languages. Traditional educational practices in Iceland have mostly targeted monolingual students (Sigurjónsson & Hansen, 2010; Trần, 2015), while up-to-date research on plurilingual approaches to teaching has not yet been carried out. Due to the increasing number of plurilingual children in schools, questions related to their achievement levels, as well as various issues connected with migration, immigration, multiculturalism, and heritage language learning, have become important research topics in Iceland (Gunnþórsdóttir et al., 2020; Ragnarsdóttir & Lefever, 2018; Tran & Ragnarsdóttir, 2018) and worldwide (Gudmundsson et al., 2013; Nieto & Bode, 2008; Skrefsrud & Tavares, 2025). Plurilingual pedagogies have been found to increase plurilingual students’ access to learning equitably, empowering students to build on their plurilingual identities and language repertoires, and scaffolding their learning, particularly when it comes to recently arrived students (García & Wei, 2014; Little & Kirwan, 2019; Parmegiani, 2019).

The aim of this research is thus twofold: Firstly, to explore plurilingual pedagogies used by teachers in Iceland, whether of local or foreign origin, that enable them to build upon the linguistic repertoire of their plurilingual students and support their students’ language study, literacy, and subject area study. Secondarily, to explore the learning strategies of plurilingual students, including how they utilize previous knowledge and draw upon their linguistic repertoires. The research is a qualitative, multiple-case study. Participants are from eight schools in five municipalities across Iceland.  The research gives voices to plurilingual students and educated immigrant teachers and will inform the work of professionals working with plurilingual children and youth.

 

 

Rannsakendur
Renata Emilsson Peskova
Hermína Gunnþórsdóttir
Charlotte E. Wolff
Tímabil rannsóknar
Frá: 31. janúar 2023
Til: 31. desember 2025
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.