...

Birtingarmyndir stöðu starfsmenntunar á framhaldsskólastigi á Íslandi: Aðsókn í nám, innihald námsbrauta og rökstuðningur fyrir námsvali.

Flest ungmenni á framhaldsskólastigi á Íslandi velja bóknám til stúdentsprófs fram yfir starfsmenntun og ójöfn staða bóknáms og starfsnáms er gjarnan sögð skýringin. Það hefur lengi verið stefna menntayfirvalda á Íslandi að efla starfsmenntun, auka virðingu hennar og breyta þeirri ímynd að hún sé blindgata í menntakerfinu. Lítið hefur þokast þó vísbendingar séu um aukinn áhuga ungmenna á starfsmenntun. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka birtingamyndir stöðu starfsnáms á framhaldsskólastigi á Íslandi, sérstaklega í samanburði við bóknám, í gegnum val ungmenna á námi. Í fyrsta lagi, með því að skoða þróun umsókna og innritunar í starfsnám og bóknám í framhaldsskólum á síðastliðnum áratugum. Í öðru lagi verða viðhorfa ungmenna og hvað hvetur þau eða letur til að velja starfsnám skoðað. Það hvort ungu fólki þyki starfsnám raunhæfur kostur eða ekki og af hverju gefur til kynna stöðu starfsmenntunar í samfélaginu. Að lokum verður áhersla og innihald starfsnámsbrauta greint, sérstaklega í samanburði við bóknámsbrautir. Innihald námsins gefur til kynna stöðu starfsmenntunar og hvaða afleiðingar námsvalið hefur á framtíðarhorfur nemenda, sérstaklega í samfélagi þar sem bóknámsbrautirnar hafa löngum verið taldar leiðin að æðri menntun og virðingu. Á heildina litið mun rannsóknin varpa ljósi á stöðu starfsmenntunar á framhaldsskólastigi á Íslandi og hvernig hægt er að efla starfsmenntun með markvissum hætti.

Rannsóknastofa: Rannsóknarstofa um verk- og starfsmenntun (RannVERK)

Rannsakendur
Elsa Eiríksdóttir
Sæberg Sigurðsson
Tengiliður við fjölmiðla
Elsa Eiríksdóttir
Samstarfsaðilar
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. nóvember 2022
Styrktaraðilar

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.