Vorið 2020 voru sendar út kannanir á skólastarfi, vinnuaðstæðum, námi og líðan á tímum aðgerða vegna COVID-19.
Spurningalistar voru lagðir fyrir stjórnendur á öllum skólastigum og fyrir starfsfólk Háskóla Íslands.
Leikskólinn
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á allt skólastarf á Íslandi. Samkomubann var sett á hér á landi þann 16. mars sem raskaði að miklu leyti leikskólastarfi. Þetta hafði meðal annars þær afleiðingar að starfs leikskóla var með breyttum hætti. Ekki var einhlítt með hvaða hætti starfsemi skyldi aðlöguð að þessum breyttu aðstæðum, hvort það hafði áhrif á mætingu barna og þá hvernig. Þessir fordæmalausu tímar kölluðu á fordæmalausar ráðstafanir. Til þess að kanna áhrif Covid-19 á leikskólastarf réðst Menntavísindasvið ásamt Menntavísindastofnun í að senda út könnun til allra leikskóla á landinu.
Grunnskólinn
Könnuinin var tölvupóstkönnun. Reynt var að sækja netföng á vefsíður allra grunnskóla á Íslandi sem voru með fleiri en 0 nemendur árið 2019 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Boð um þátttöku voru send til starfsmanna í 157 grunnskólum. Könnunin var samtals send á 8597 netföng af vefsíðum íslenskra grunnskóla og svarhlutföll eftir landshlutum voru 19-39%.
Framhaldsskólinn
Við ákvörðun á þýði framhaldsskóla var stuðst við lista yfri framhaldsskóla á heimasíðu Menntamálastofnunar. Netpóstur var sendur á alla starfsmenn framhaldsskólanna 19. og 20. maí 2020. Könnunin var send á samtals 2193 netföng starfsmanna í 34 framhaldsskólum. Viðbrögð bárust frá 1028 einstaklingum en 1165 létu hjá líða að taka þátt í könnuninni. Einhver svör bárust frá öllum skólum sem sent var á. Að minnsta kosti eitt svar barst frá kennurum og/eða skólastjórnendum í öllum skólunum. Spurningum um starfsemi skólans í heild var í flestum tilfellum beint til skólastjórnenda. Svör frá að minnsta kosti einum svaranda sem flokkar sig sem skólastjórnanda bárust úr 33 skólum. Nemendur allra þátttökuskóla voru 24.125 nemendur á vorönn 2020. Fjöldatölur nemenda í skólunum voru fengnar frá Menntamálstofnun.
Háskólinn – nemendur
Vegna útbreiðslu COVID-19 á vormisseri 2020 var byggingum HÍ lokað í mars í kjölfar samkomubanns. Kennsla og námsmat var fært yfir á netið og þurftu kennarar og nemendur án nokkurs fyrirvara að tileinka sér breyttar aðferðir við nám og kennslu. Til að kanna viðhorf til breytinganna var lögð könnun fyrir stúdenta á öllum sviðum HÍ í maí og júní. Þátttaka var hlutfallslega lítil, eða rúmlega 1500 af 13.333 stúdentum sem skráðir voru til náms í febrúar 2020. Aðeins 19% stúdenta voru í fjarnámi á vormisseri og því ljóst að meirihluti var að glíma við nýjar aðstæður í námi. Þátttakendur dreifðust á öll fræðasviðin fimm og voru 67% þeirra í grunnnámi en 25% í meistaranámi, sem endurspeglar nokkurn veginn skiptingu stúdenta á námsstig.
Háskóli Íslands – starfsfólk
Nærri helmingur starfsmanna Háskóla Íslands fann fyrir auknu álagi í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Vinnuaðstæður fólks heima fyrir voru misjafnar og um þriðjungur starfsfólks var ekki með sér vinnuherbergi á heimili sínu. Þá gekk samhæfing vinnu og einkalífs verr hjá fólki með börn á heimilinu og akademísku starfsfólki. Meirihluti þeirra sem sinnir kennslu telur að reynslan sem skapaðist vegna samkomutakmarkana muni hafa varanleg áhrif á kennsluaðferðir í framtíðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á áhrifum faraldursins á störf og vinnuaðstæður starfsfólks Háskólans.