Frá kynferðislegum útlögum til fyrirmyndarborgara: Tengsl hinsegin kynverunda og þjóðernis á Íslandi 1944–2010
Á Íslandi, líkt og í mörgum öðrum vestrænum löndum, var samkynhneigð oft lýst sem erlendri ógn á 20. öld og henni var þannig haldið fyrir utan sjálfsmynd þjóðarinnar. Þjóðernisorðræða átti því þátt í að jaðarsetja samkynhneigða í samfélaginu. Nýleg rannsókn hefur þó sýnt að á 21. öld er Íslandi gjarnan lýst sem „hinsegin útópíu“.