Heilsuferðalagið – Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
Heilsuferðalagið er langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 og er ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.
01/01/2024
Rödd, orðræða og tengsl (RRR)
Rannsóknin miðar að því að auka þekkingu á raddbeitingu og töluðu máli og tengslum raddbeitingar og líkama. Augum verður beint að sviði kennaramenntunar, bæði hvað varðar kennara og nemendur. Markmið verkefnisins er að leiða saman háskólafólk frá Norðurlöndunum til að efla m.a. raddheilsu kennara og kennaranema auk sjálfsskilnings með því að þróa kennsluefni og halda vinnusmiðjur.
01/01/2020
31/12/2024
Health Behavior in School aged Children (HBSC)
Health Behavior in School aged Children (HBSC) er rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Markmið rannsóknarinnar er að safna samanburðarhæfum gögnum um heilsu, velferð, heilsuhegðun og félagslegt umhverfi 11, 13 og 15 ára barna í þátttökulöndunum.