Börn og netmiðlar
Börn og netmiðlar er víðtæk spurningakönnun sem Menntavísindastofnun framkvæmir í samstarfi við Fjölmiðlanefnd meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land. Niðurstöður eru kynntar í nokkrum skýrslum eftir viðfangsefni: tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreiti, netöryggi, klámáhorf, tölvuleiki og falsfréttir.