Kennsluhættir í grunnskóla og farsæld nemenda
Hugmyndin um farsæld nemenda kom fram á sjónarsviðið sem viðbragð við að námsárangur væri talinn eina markmið menntunar. Rannsóknir á kennsluháttum hafa tengt ólíka kennsluhætti við ólíka líðan nemenda. Markmið þessarar rannsóknar er að aðgerðabinda ólíka þætti farsældar nemenda í menntunarlegu samhengi og, með notkun fyrirliggjandi gagna, bera kennsl á þá kennsluhætti sem styðja hvað best við farsæld grunnskólanema.