SPARE – STRENGTHENING PARENTING AMONG REFUGEES IN EUROPE
Markmið SPARE-verkefnisins er að nýta sannreynd foreldrafærniúrræði til að fyrirbyggja vanda barna á aldursbilinu 2-18 ára og bæta aðlögun allrar fjölskyldunnar í nýjum heimkynnum. Samhliða því að styrkja foreldrana í sínu hlutverki er unnið með þætti tengda áfallavinnu með tilfinningaþjálfun og núvitund.