Feður sem beitt hafa ofbeldi: Hindranir og möguleikar til breytinga
Rannsóknin fjallar um feður sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum og breytingarferli þeirra. Karlar sem beita maka sína ofbeldi eru oft feður og þrátt fyrir orðspor Íslands sem leiðandi á sviði jafnréttismála þá þrífst vandinn einnig þar. Þó svo að rannsóknir á ofbeldi feðra og meðferðarúrræðum fyrir gerendur hafi í auknum mæli beinst að því að skilja breytingarferli þá hefur verið lítið samtal við femínískar hrif kenningar um breytingar.