Birtingarmyndir stöðu starfsmenntunar á framhaldsskólastigi á Íslandi: Aðsókn í nám, innihald námsbrauta og rökstuðningur fyrir námsvali.
Flest ungmenni á framhaldsskólastigi á Íslandi velja bóknám til stúdentsprófs fram yfir starfsmenntun og ójöfn staða bóknáms og starfsnáms er gjarnan sögð skýringin. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka birtingarmyndir stöðu starfsnáms á framhaldsskólastigi á Íslandi, sérstaklega í samanburði við bóknám, í gegnum val ungmenna á námi.