Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi
Markmið rannsóknarverkefnisins Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (ESRCI) eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi.