DigiEdu4SEN – Building Digital Education Environment for Learners with Special Education Needs
Verkefnið miðar að því að styrkja nemendur með sérþarfir með því að hanna stafrænt námsefni. Námskrár og hæfniviðmið viðkomandi landa verða greind með það fyrir augum að þróa stafrænt námsefni sem verður síðan prufukeyrt og metið af nemendum, kennurum og sérfræðingum. Í ljósi matsins mun námsefnið verða aðlagað og gert aðgengilegt fyrir þá sem kenna og nýta stafrænt námsefni með börnum með sérþarfir.