„Margbreytileiki og menningarmunur – Kennslufræðilegar lausnir: Skóli án aðgreiningar í finnskum, íslenskum og hollenskum grunnskólum“ (MAPS)
Þessi samanburðarrannsókn hefur það að markmiði að skapa dýpri skilning á því hvernig stefnur og aðgerðir í anda inngildandi menntunar (e. inclusive education) eru mótaðar (macro), túlkaðar (meso) og framkvæmdar (micro) í skóla þar sem nemendur eru félagslega og námslega ólíkir.