Lestur og lestrarmenning: Heimalestur
Við upphaf skólagöngu birtist lestrarhefti í skólatösku barns og framvegis er það undir foreldrum komið að sjá til þess að barnið lesi heima á hverjum degi. Tilgangur rannsóknar er að stuðla að samtali um samstarf milli skóla og fjölskyldna í tengslum við lestrarnám. Markmiðið er að skoða reynslu foreldra af heimalestri og hvernig ólíkar aðstæður fjölskyldna endurspeglast í framkvæmd hans.