Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

4 rannsóknir fundust í flokknum Læsi.
Tim Johnson - Unsplash
Kennsluleiðbeiningar með námsorðaforða
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa kennsluleiðbeiningar til að styðja grunnskólakennara við að innleiða námsorðaforða og gæðatexta í skólastarf sem ætlað er að efla læsisfærni nemenda

01/01/2024
31/12/2026
LANISskimunarlisti_Featured
LANIS skimunarlisti
Eins og sakir standa eru ekki til áreiðanleg og réttmæt skimunartæki sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára. LANIS skimunarlistinn fyrir frávikum í tal og málþroska hefur verið í þróun um nokkurt skeið og hafa forprófanir gefið til kynna að listinn er áreiðanlegur og réttmætur.

01/01/2024
01/01/2026
alexander-andrews-zw07kVDaHPw-unsplash
World of Words in Iceland / Orðaheimurinn á Íslandi
Markmið rannsóknarinnar er að auka færni leikskólabarna í íslensku máli með sérstakri áherslu á fjöltyngd börn. Sú íhlutunaraðferð sem rannsökuð verður er byggð á bandarísku kennsluefni, World of Words, er kallast Orðaheimurinn á íslensku.

01/01/2021
31/12/2023
copy-space-childrens-lecture-time
Lestur og lestrarmenning: Heimalestur
Við upphaf skólagöngu birtist lestrarhefti í skólatösku barns og framvegis er það undir foreldrum komið að sjá til þess að barnið lesi heima á hverjum degi. Tilgangur rannsóknar er að stuðla að samtali um samstarf milli skóla og fjölskyldna í tengslum við lestrarnám. Markmiðið er að skoða reynslu foreldra af heimalestri og hvernig ólíkar aðstæður fjölskyldna endurspeglast í framkvæmd hans.

01/09/2019