Andleg líðan og notkun fæðubótarefna meðal íþróttafólks á Íslandi
Rannsakendur við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík standa að rannsókn á andlegri líðan og notkun fæðubótarefna meðal íþróttafólks í fremstu röð á Íslandi. Með niðurstöðum þessarar rannsóknar er hægt að kortleggja betur það andlega álag sem íþróttafólk í fremstu röð stendur frammi fyrir og hver notkun þeirra, þekking og viðhorf eru til fæðubótarefna, löglegra og ólöglegra.